9.900 kr

Settu þig í fyrsta sætið - 30 daga rafrænt námskeið

Hvað langar þig að gera árið 2022?

Settu þig í fyrsta sæti á nýju ári og láttu drauma þína verða að veruleika.
Næsta námskeið hefst 14. febrúar.

Við hjá MUNUM bjóðum uppá námskeið þar sem unnið er að persónulegum vexti í 30 daga. Námskeiðið mun hjálpa þér að skipuleggja árið með það að leiðarljósi að hámarka líkur á árangri og nýta tímann sem best með jákvætt hugarfar að vopni.
Við munum fara í hversu mikilvægt það er að kortleggja drauma sína og langanir og hvernig við hámörkum líkur á því að láta drauma okkar verða að veruleika. Við förum markvisst í gegnum þau skref sem og vinnu sem liggur að baki farsællar markmiðasetningar og fara yfir leiðir til þess að hámarka tímastjórnun með því að forgangsraða, tileinka sér jákvæða hugsun á einfaldan hátt og hvernig megi nota MUNUM dagbókina sem ákveðið verkfæri í þessari vinnu. 
Námskeiðið fer fram í lokuðum facebook hóp þar sem unnin verða ýmis verkefni og munu eiga sér stað umræður sem hjálpar þér að ná settu marki.

Námskeiðahaldarar eru eigendur MUNUM,
Erla Björnsdóttir, Sálfræðingur og doktor í Líf- og læknavísindum
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, Viðskipta- og markaðsfræðingur & markþjálfi