19.500 kr

MUNUM NÁMSKEIÐ 2020

Vilt þú vera í betra jafnægi og ná meirir árangri 2020? 

MUNUM býður upp á námskeið þar sem unnið er að persónulegum vexti, þar sem við byrjum árið af krafti. Farið er yfir þau atriði sem liggja á bak við farsællar markmiðasetningar, tímastjórnununar og hvernig er hægt að tileinka sér jákvæða sálfræði með einföldum hætti. Hver og einn fær MUNUM dagbók sem verkfæri í þessari vinnu fyrir árið, en þeir sem eiga bók koma með sína eigin og greiða lægra gjald.

Farið er í að kortleggja drauma, markmið og væntingar og útfrá því er unnið að persónulegu plani fyrir árið 2020. Er það gert með það að leiðarljósi að líða betur, vera í betra jafnvægi ásamt því að auka afköst og líkur á því að þú náir árangri og sért skrefinu nær að láta drauma þína verða að veruleika.

Námskeiðið er um 3 klst. og verða kennd 4, 11 (uppselt), 19 og 26 janúar milli kl.10-13 
á Vinnustofu Kjarvals, Austurstræti 10. Léttur morgunmatur innifalinn.

Verð fyrir námskeið:
19.500 kr. með bók
14.900 kr. án bókar (ef þú átt bók)

* Hægt er að fá nótu fyrir styrk hjá stéttarfélagi
*Bjóðum námskeiðin einnig fyrir fyrirtæki og hópa.

Leiðbeinendur eru eigendur MUNUM,
Erla Björnsdóttir, Sálfræðingur og doktor í Líf- og læknavísindum
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, Viðskipta- og markaðsfræðingur