Nú er árið senn á enda og þá er kjörið tækifæri til þess að gefa sér tíma, líta yfir farinn veg og fara yfir árið sem er að líða. Hvernig gekk að fylgja eftir markmiðunum? Hvað gekk vel og hvað hefði mátt fara betur? Hvaða lærdóm getum við dregið af árinu sem er að líða og hvaða minningar og stundir standa upp úr?
Það felst oft mikill lærdómur í því að horfa yfir farinn veg, sýndu þér þó mildi og ekki rífa þig niður fyrir það sem þú gerðir eða gerðir ekki. Það að gera mistök er oft okkar dýrmætasta lexía. Settu fókusinn frekar á vöxt, sjálfsþróun, hvernig þú getur gert betur og orðið betri manneskja.
Hér á eftir eru spurningar sem hægt er að styðjast við þegar farið er yfir árið 2023. Þú getur bæði svarað þessu ein/n i ró og næði eða jafnvel fengið maka, vini eða fjölskyldumeðlimi til þess að skoða þetta með þér. Einnig getur verið skemmtilegt að gera úr þessu leik í kvöld þar sem hver og ein spurning er skrifuð á lítið spjald sem sett er undir diskinn hjá hverjum og einum eða í skál þar sem hver og einn dregur miða og rifja upp eftirminnilega atburði frá árinu sem er að líða.
- Hvaða þrjú orð lýsa árinu sem er að líða best?
- Hvað var það besta sem kom fyrir þig á árinu 2023?
- Hver er eftirminnilegasta minning þín frá árinu 2023?
- Hvað var það skemmtilegasta sem þú gerðir á árinu?
- Hver var þín stærsta áskorun á árinu?
- Hvað kom þér mest á óvart á árinu?
- Hver var stærsta hindrunin á árinu og hvernig brástu við henni?
- Hvaða breyting hefur átt sér stað hjá þér persónulega á árinu?
- Hvað gerðir þú árinu 2023 sem var út fyrir þinn þægindaramma?
- Hvaða markmiðum náðir þú að fylgja eftir?
- Hvaða markmiðum náðir þú ekki að fylgja eftir?
- Hvað getur þú gert öðruvísi á árið 2024 til að ná settum markmiðum?
- Hver var mikilvægasti lærdómurinn á árinu?
- Hvaða manneskja í þínu lífi var þér mikilvægust á árinu?
Tækifærin, hamingjan og vöxtur er handan við hornið ef þú bara vilt það.
Munum að þú skapar þú raunveruleika <3
Hlýjar áramótakveðjur,
Erla & Þóra Hrund