munum teymi

þóra hrund guðbrandsdóttir

Þóra Hrund er með BS gráðu í viðskipta- og markaðssamskiptum frá Háskólanum á Bifröst og nemur nú Stjórnun og stefnumótun í Háskóla Íslands. Hún er eigandi ReykjavikNow og starfar einnig hjá CP Reykjavík sem verkefnastjóri í viðburðadeild. Þóra Hrund er í sambúð með Ólafi Páli Einarssyni og eiga þau saman einn son.

Erla björnsdóttir

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Erla er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og starfar einnig sem sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og sem nýdoktor í Háskólanum í Reykjavík. Erla er gift Hálfdani Steinþórssyni og saman eiga þau fjóra fjöruga syni.

ANNI MARA

Anni er skapandi hönnuður, búsett í Glasgow og stundar nám við Listaháskólann þar í borg. Anni er einnig ljósmyndari og heldur úti vefsíðu sinni www.annimara.com þar sem hún skrifar um hin ýmsu málefni sem henni eru hugleikin og birtir fallegar ljósmyndir. Anni kemur frá Eistlandi, hefur búið á Íslandi undanfarin ár og sér nú um erlenda hluta MUNUM.
MUNUM ÚTGÁFA

söluaðilar

Fylgdu okkur á Instagram @MUNUM