Við skorum á þig í febrúar
Munum að lítil breyting á venjum þínum getur haft gríðarleg áhrif til lengri tíma. Við skorum því á þig að innleiða nýja venju eða taka út einhverja slæma venju sem þú hefur. Það tekur að jafnaði 21-30 dag að innleiða nýja venju og því er febrúar tilvalin í þessa vinnu. Skráðu þig hér þér að kostnaðarlausu og við sendum þér fræðslu og vinnublöð til að nota.
SETTU ÞIG Í FYRSTA SÆTI OG BYRJAÐU NÝTT ÁR MEÐ 30 DAGA ÁSKORUN MEÐ MUNUM
9.900 kr
Settu þig í fyrsta sætið á nýju ári - 30 daga rafrænt námskeið
Við hjá MUNUM bjóðum uppá námskeið þar sem unnið er að persónulegum vexti í 30 daga. Námskeiðið mun hjálpa þér að skipuleggja árið með það að leiðarljósi að hámarka líkur á árangri.
Farið verður í:
- Hvernig má nýta tímann sem best með forgangsröðun þannig að það skapist meiri tími fyrir hluti sem næra þig.
- MUNUM dagbókin er gott verkfæri til að halda utan um þessa þætti og hvernig þú getur sett þá inn með einföldum hætti í skipulagið þitt.
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, markþjálfi
Nýjasta varan í munum línunni
6.990 kr
Út fyrir kassann
Hvort sem tilgangurinn er að brjóta ísinn, kynnast betur eða hafa gaman þá mun þetta spil fá fólk til að fara út fyrir kassann og skemmta sér vel. ÚT FYRIR KASSANN er stokkur sem inniheldur 200 spurningar í fjórum flokkum. Fólk velur viðeigandi flokk og skiptist á að draga spurningar, lesa upphátt og svara. Hægt er að skiptast á að svara mismunandi spurningum eða láta alla við borðið svara sömu spurningunni áður en nýtt spil er dregið. Tilgangurinn er að læra meira um hvort annað, dýpka samræður og rækta sambönd. Tilvalið í útileguna, saumaklúbbinn, við matarborðið heima eða í raun til að krydda hvaða samverustund sem er.
munum teymi
þóra hrund guðbrandsdóttir
Þóra Hrund er mannræktarmógúll, markaðsspekúlant og sælkeri. Þóra Hrund er úthverfamóðir þriggja barna í Kópavogi. Menntaður viðskipta- og markaðsfræðingur og er að ljúka meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun ásamt þvi að vera mark- og teymisþjálfi.
Erla björnsdóttir
Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Erla er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og starfar einnig sem sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og sem nýdoktor í Háskólanum í Reykjavík. Erla er gift Hálfdani Steinþórssyni og saman eiga þau fjóra fjöruga syni.
ANNI MARA
Anni er skapandi hönnuður, búsett í Glasgow og stundar nám við Listaháskólann þar í borg. Anni er einnig ljósmyndari og heldur úti vefsíðu sinni www.annimara.com þar sem hún skrifar um hin ýmsu málefni sem henni eru hugleikin og birtir fallegar ljósmyndir. Anni kemur frá Eistlandi, hefur búið á Íslandi undanfarin ár og sér nú um erlenda hluta MUNUM.