MUNUM NÁMSKEIÐ & fyrirlestrar

Vilt þú vera í betra jafnægi og ná meirir árangri 2020? MUNUM býður upp á námskeið þar sem unnið er að persónulegum vexti, þar sem við byrjum árið af krafti. Farið er yfir þau atriði sem liggja á bak við farsællar markmiðasetningar, tímastjórnununar og hvernig er hægt að tileinka sér jákvæða sálfræði með einföldum hætti. 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

munum teymi

þóra hrund guðbrandsdóttir

Þóra Hrund er viðskipta- og markaðsfræðingur sem vinnur nú hörðum höndum að klára meistararitgerð sína í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands, ásamt því að stunda nám í markþjálfun. Hún elskar kjötsúpu, ævintýri og útlönd. Hún á Kötlu Margréti og Einar Kára með kærasta sínum, Ólafi Páli.

Erla björnsdóttir

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Erla er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og starfar einnig sem sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og sem nýdoktor í Háskólanum í Reykjavík. Erla er gift Hálfdani Steinþórssyni og saman eiga þau fjóra fjöruga syni.

ANNI MARA

Anni er skapandi hönnuður, búsett í Glasgow og stundar nám við Listaháskólann þar í borg. Anni er einnig ljósmyndari og heldur úti vefsíðu sinni www.annimara.com þar sem hún skrifar um hin ýmsu málefni sem henni eru hugleikin og birtir fallegar ljósmyndir. Anni kemur frá Eistlandi, hefur búið á Íslandi undanfarin ár og sér nú um erlenda hluta MUNUM.
söluaðilar