Fara í upplýsingar um vöru
1 of 1

m u n u m

Endurnýjun & Innri Orka

Endurnýjun & Innri Orka

Upprunalegt verð 37.500 ISK
Upprunalegt verð Tilboðsverð 37.500 ISK
Tilboð Uppselt
Taxes included.
Fjöldi

Endurnýjun & Innri Orka
Heildræn endurstilling og persónuleg stefnumótun

Hvar: Hvammstanga (2 klst akstur frá höfuðborgarsvæðinu)
Hvenær: 18. janúar frá 10:00-17:00
(fyrir þær sem vilja koma deginum áður og gista geta haft samband fyrir tilboð í gistingu)


Dagurinn hefst á ljúffengum morgunverði og róandi hugleiðslu sem hjálpar okkur að jarðtengjast og stilla okkur inn á orkuna sem fylgir deginum. Við byrjum í mjúku flæði og setjum okkur skýran ásetning um að skapa rými fyrir hvíld, vellíðan og innri tengingu.

Meginþemu dagsins:

Svefn, hvíld og kvenheilsa – hvernig nærum við taugakerfið og styðjum líkama okkar á heildrænan hátt.

Innri stefnumótun, draumar og framtíðarsýn – við skoðum hvað hjartað kallar á og leyfum framtíðinni að taka á sig skýrari mynd.

Að sleppa tökum og opnum fyrir nýja orku – við losum um það sem hefur verið að halda aftur af okkur og sköpum rými fyrir fersk tækifæri og endurnýjun.

Í hádeginu njótum við nærandi máltíðar í töfrandi umhverfi

Við endum daginn á gusu ceremonyu í Sánasetrinu og jóga nidra djúpslökun þar sem við sleppum tökunum á því sem ekki þjónar okkur lengur og bjóðum nýja orku velkomna.

Allir gestir fá vinnubók, veglegan gjafapoka, munum dagbók og áskrift af SheSleep appinu.

Leiðbeinendur:

Dr. Erla Björnsdóttir, Sálfræðingur og doktor í Líf- og læknavísindum og Yoga nidra kennari. Eigandi Betri svefns og SheSleep.

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, mark- og teymisþjálfi og gusumeistari og eigandi munum.

 

Sjá vörulýsingu