Fyrirlestrar/námskeið

Vinnustofa um markmiðasetningu fyrir vinnustaði, félagasamtök, skóla og aðra hópa.

 Við bjóðum uppá fyrirlestra, námskeið og vinnustofur um markmiðasetningu og jákvæða sálfræði og getum sniðið dagskrána að þörfum mismunandi hópa.

"Markmiðasetning og jákvæð sálfræði - aukin afköst og meiri lífshamingja"

Þessi vinnustofa er í heild þrjár klukkustundir og fjallar um mikilvægi markmiðasetningar og hvernig hámarka má líkur á að ná markmiðum sínum. Að auki er fjallað um jákvæða sálfræði en rannsóknir hafa ítrekað sýnt að með því að efla jákvæða hugsun má auka vellíðan og lífshamingju.

Allir þátttakendur fá eintak af MUNUM dagbókinni sem er hönnuð með það að leiðarljósi að hámarka líkur á árangri og efla jákvæða hugsun.  Þáttakendur vinna bæði sjálfir og í hópum í vinnustofunni. Farið er markvisst í gegnum þau skref sem liggja að baki farsællar markmiðasetningar og þátttakendur fá aðstoð við að setja upp sín markmið ásamt því að kenndar eru  leiðir til þess að hámarka tímastjórnun og tileinka sér jákvæða hugsun á einfaldan hátt. 

Markmiðið með vinnustofunni er að þátttakendur nái að setja sér skýr markmið fyrir árið 2017, bæði persónuleg markmið sem og vinnutengd og stefnan er að senda alla heim með bros á vör og innblástur inní nýja árið.

Leiðbeinendur eru Erla Björnsdóttir sálfræðingur, frumkvöðull og doktor í Líf- og Læknavísindum og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir markaðsfræðingur, frumkvöðull og framkvæmdastjóri.