m u n u m
FLOT & GUSA
FLOT & GUSA
Couldn't load pickup availability
M U N U M X F L O T H E T T A N
SUNNUDAGINN 27. APRÍL | KL.11:30 - 15:00
KOMDU OG UPPLIFÐU ENDURNÆRANDI MÓMENT FYRIR SÁL & LÍKAMA Í TÖFRANDI UMHVERFI Í SKEIÐALAUG, ÖLVUSI.
Gefðu þér gjöf sem nærir líkama, huga og sál. Munum býður þér að upplifa einstakt móment þar sem þú færð að upplifa djúpa slökun, algjöra endurstillingu og tengingu við sjálfa þig í gegnum flotmeðferð og saunagús.
Flotmeðferð er djúpslakandi vatnsmeðferð, sem kemur úr smiðju Flothettu. Ferlið er úthugsað með það að leiðarljósi að þáttakendur upplifi djúpa slökun, vellíðan og endurnæringu. Í Flotmeðferð er boðið upp á meðhöndlun og nudd á meðan flotið er. Allt miðast þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út neikvæð áhrif streitu.
Þóra Hrund ætlar að leiða ykkur inn í hitann með einstakri gufugusu seramóníu þar sem við upplium tónlist, ilmkjarnaolíur og steina. Við erum í 3 lotur inn í hitanum og kælum á milli. Við ætlum að næra húð & hár og losa um spennu með því að gefa okkur nudd með steinum.
Boðið verður upp á léttar veitingar í mómentinu. Fyrir þær sem vilja setja punktinn yfir i-ið þá ætlum við að enda töfrandi dag á Vínstofu Friðheima þar sem við ætlum að dekra við bragðlaukana.
Skeiðalaug er klukkutíma akstur frá Reykjavík og þurfa gestir að koma sér á staðinn. Ég hvet ykkur til að sameinast í bíla, bæði fyrir umhverfið og samveruna <3
Þetta er sannkölluð veisla fyrir öll skynfæri
Takmarkað pláss - Hlakka til að upplifa töfrandi móment með ykkur
Share




