m u n u m
JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI & GANGA MEÐ INGU BERG
JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI & GANGA MEÐ INGU BERG
Couldn't load pickup availability
J Á K V Æ Ð S Á L F R Æ Ð I & G A N G A M E Ð I N G U B E R G
21. MAÍ | ÞINGVELLIR | KL.18:00 - 21:00
Munum býður þér að koma í göngu í stórbrotinni náttúru Þingvalla með Ingu Berg. Við ætlum að ganga Arnarfell og njóta náttúrunnar í góðum félagsskap og setja fókusinn á það að vera í mómentinu. Inga Berg og Þóra Hrund verða með hugvekju um hvað það er mikilvægt að velja sér jákvæð viðhorf og móment þar sem við gerum léttar æfingar á meðan göngu stendur. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Inga berg hefur haldið úti vinsælan gönguhóp síðustu ár þar sem hún blandar saman jákvæðri sálfræði og göngum í náttúrunni og nú gefst okkur einstakt tækifæri að upplifa ógleymanlegt móment með henni og öðrum konum.
Jákvæð sálfræði snýst ekki um að afneita áskorunum eða neikvæðum tilfinningum heldur að rækta það jákvæða og sjá tækifæri og möguleika frekar en hindranir. Inga Berg hefur haldið úti vinsælum gönguhóp síðustu ár þar sem hún blandar saman göngum í náttúrunni og jákvæðri sálfræði.
Við ætlum að ganga Arnarfell við Þingvallavatn er ekki mjög hátt fjall (239 m) en það stendur stakt og fallega á bakka vatnsins. Arnarfellið er móbergsfjall frá síðasta jökulskeiði.
Auðvelt er að ganga upp á fjallið og er útsýnið og náttúran einstök sem sífellt breytist eftir því sem gengið er lengra. Þetta er því ganga við hæfi flestra.
Hlakka til að eiga með ykkur töfrandi móment í maí
Share
