Vertu HÚN! - Vinnustofa
Vertu HÚN! - Vinnustofa
Upprunalegt verð
19.900 ISK
Upprunalegt verð
Tilboðsverð
19.900 ISK
Einingaverð
/
stk
Vertu Hún – 3 klst vinnustofa 🌟
19. janúar | kl. 10-13
„Hver ertu og hver viltu vera?“
Hvernig þú byrjar árið setur tóninn fyrir allt sem á eftir kemur. Byrjaðu með skýrum ásetningi, og restin mun falla í takt.
Taktu þátt í töfrandi vinnustofu til að fá innblastur inn í árið og hjálpa þér að byrja árið með krafti, skýrleika og tilgangi. Þetta er þinn tími til að skapa sjálfa þig upp á nýtt og leggja grunninn að árinu sem þig dreymir um.
Hvað býður vinnustofan upp á?
- Markmiðasetning með tilgangi: Við leiðum þig í gegnum ferli þar sem þú skilgreinir hvað þú vilt ná fram á árinu og hvernig þú getur uppskorið þær niðurstöður sem þig dreymir um.
- Sjálfssköpun: Finndu innri styrk þinn og ákveddu hvernig þú vilt birtast í lífinu – sem besta útgáfan af sjálfri þér.
- Verkfæri til árangurs: Þú færð einföld en öflug verkfæri sem hjálpa þér að breyta ásetningi í aðgerðir og aðgerðum í árangur.
- Innsæi og hvatning: Við munum vinna með framtíðarsýn, verkefni og æfingar sem kveikja á sköpunargleði og innsæi.
Fyrir hverja er þessi vinnustofa?
Fyrir þig sem:
- Vilt byrja nýja árið af fullum krafti.
- Þráir skýrari sýn á sjálfa þig og framtíð þína.
- Vilt takast á við lífið af öryggi og innri ró.
Hvað tekur þú með þér?
- Skýr markmið fyrir árið sem framundan er.
- Plan til að umbreyta draumum í veruleika.
- Sjálfstraust og innblástur til að vera „hún“ – sú manneskja sem þú vilt vera.
Vertu Hún er meira en vinnustofa – það er byrjunin á nýju ferðalagi þar sem þú verður skapari eigin lífs.
Leiðbeinendur á námskeiðinu:
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir
Íris Líf Stefánsdóttir
👉 Skráðu þig í dag og taktu fyrsta skrefið í átt að lífinu sem þig langar í.